SKÁLDSAGA

Brasilíufararnir

Brasilíufararnir eftir Jóhann Magnús Bjarnason naut geysilegra vinsælda er hún kom út. Um er að ræða spennu- og ástarsögu sem segir frá ævintýrum Íslendinga á framandi slóðum og hefur hún vissa skírskotun til nútímans, en hópur fólks fluttist í raun búferlum til Brasilíu á seinni hluta nítjándu aldar í von um betra líf þegar illa áraði á Íslandi. Birtist hún fyrst sem framhaldssaga í blaðinu Lögbergi 1905-1908, en hefur verið endurútgefin með öðru efni Jóhanns árið 1942 og 1970.

Jóhann Magnús Bjarnason fæddist að Meðalnesi í Fellum á Fljótsdalshéraði 24. maí árið 1866. Níu ára gamall fluttist hann vestur um haf, þar sem foreldrar hans námu land í fylkinu Nova Scotia í Kanada. Jóhann gekk í skóla í Winnipeg og útskrifaðist sem kennari árið 1900. Varð kennslan hans ævistarf og þótti hann góður kennari. Samhliða kennslunni var Jóhann afkastamikill og fjölhæfur rithöfundur, en eftir hann liggja fjölmörg kvæði, greinar um bókmenntir og menningarmál, yfir 20 leikrit, þrjár langar skáldsögur, fjöldi smásagna og um eitt hundrað ævintýri.


HÖFUNDUR:
Jóhann Magnús Bjarnason
ÚTGEFIÐ:
2015
BLAÐSÍÐUR:
bls. 530

AÐrar bÆkur
SEM ER VERT AÐ SKOÐA :